Véla- og tækjadeildin Merkúr er umboðs- og þjónustuaðili Liebherr krana og vinnuvéla á Íslandi.

Jafnframt selur deildin og þjónustar Putzmeister múr- og steypudælur, Weber þjöppunarbúnað og áföst tæki og tól frá ýmsum framleiðendum. Þessu til viðbótar selur Merkúr stálbelti, allar gerðir gummíbelta og varahluti frá Astrak. Í byrjun desember 2013 keypti Hýsi-Merkúr rekstur Impex ehf. Umboðin sem þar bættust við eru: Tsurumi (dælur), Kaeser (loftpressur), FG Wilson (rafstöðvar), Yanmar (smágröfur), Mase (rafstöðvar), Vermeer (jarðverksborar), Plumett (þræðingartækni), Kuli (brúkranar) og einnig hefur Impex útvegað ýmis sérhæf tæki eins og dælur fyrir hitaveitur, slöngur fyrir dælur o.s.frv. Merkúr býður upp á úrval af notuðum vinnuvélum, jafnt til sölu og leigu.