logo_fgwilson2.jpg

FG Wilson var stofnað 1967 í Belfast og fór öll framleiðslan fram þar. Seinna var aðalframleiðslan flutt til Lame þar sem hún er nú. FG Wilson framleiðir staðlaðar stöðvar upp í 2500 kVA og þaðan af stærri í sérstökum útfærslum. Rafstöðvarnar fást opnar, yfirbyggðar með hljóðeinangrun eða í verksmiðjusmíðuðum ISO gámum af ýmsum stærðum. Við erum yfirleitt með stöðvar frá 35 – 150 kVA á lager.

í flestum tilfellum eru rafstöðvarnar frá FG Wilson notaðar sem varaaflsstöðvar eða ljósavélar eins og þær voru gjarnan nefndar hér áður fyrr og eru þá sniðnar að þörfum viðskiptavinarins. Tæknilegar útfærslur, uppsetningar og frágangur í samstarfi með snillingunum í Hafás.

Nokkrir viðskiptavinir: Akureyrarflugvöllur, Egilsstaðaflugvöllur, flugvöllurinn í Hornafirði, þjónustuskáli Alþingis, neyðarlínan og slökkvistöðin í Skógarhlíð, Reiknistofa bankanna, Reiknistofa Háskólans, Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hitaveitur, rafmagnsveitur, vatnsveitur, bankar, bændur og verktakar.

FG Wilson er í dag hluti af Caterpillar samstæðunni.

Heimasíða FG wilson