ESJ vörubílar fá afhenta eina með öllu.

Nú á dögunum fengu ESJ Vörubílar Liebherr A918 Compact ásamt JPM vagni.
þessi vél er svo sannarlega ein með öllu :-)

Frekari upplýsingar um Liebherr A918 má finna hér: https://www.liebherr.com/en/gbr/products/construction-machines/earthmoving/wheeled-excavators/details/304406.html#lightbox


Við óskum ESJ innilega til hamingju með nýja vinnuþjarkinn.
Á myndunum má sjá Jón Agnar starfsmann hjá ESJ taka við vélinni

Vermeer tryllitæki afhent

Í seinasta mánuði fékk Tengir hf á Akureyri afhentan nýjan Vermeer PTX40 plóg og fræsara.

Í seinustu viku fengu svo Steingarður ehf sömu tegund afhenta.

Við óskum Steingarði og Tengi innilega til hamingju með nýja tæki.

Tækið er algjör snilld eins og sjá má á myndbandinu.

Á myndinni til vinstri má sjá plóg sérfræðinginn Þróst Lýðsson og Ella hægra megin eiganda Steingarðs.


Skúfur ehf fékk afhenta nýja vél í vor.

Í vor fékk Skúfur afhenta glænýjan smágröfu. Vinnuþjarkurinn sem umræðir er Yanmar VIO 38-6A en helstu upplýsingar má sjá hér að neðan:

Yanmar VIO 38-6A

 • Mótor Yanmar 3TNV88-ESBV 25,3 HP
 • Auto idler

 • Þyngd ca 3.900kg

 • Gúmmíbelti

 • Smurkerfi

 • Loftfjaðrandi sæti.

 • Tjakkhlífar á bómu-, dipper- og skóflutjökkum

 • S40 vökvahraðtengi á dipper

 • Rótortilt Steelwrist X04 með S40 vökvahraðtengi undir.

 • 3 skóflur

 • 1 LED ljós á bómu, 2 stk á húsi framan, 1 stk að aftan og vinnuljós.
 • Útvarp

Við óskum Skúf ehf innilega til hamingju með nýju vélina

Á myndinni má sjá Magnús Baldursson eiganda taka við gröfunni.
Vel gert verktakar ehf fá afhenta nýja smágröfu

 Í síðustu viku fékk Vel gert verktakar ehf afhenta splunkunýja Yanmar SV 18 smágröfu.

Máltakið margur er knár þótt hann sé smár á svo sannarlega við þessa eins og sést þegar skoðaðar eru ítarlegri upplýsingar um gröfuna hér að neðan.


Yanmar SV18 smágrafa

 

Yanmar SV18 beltagrafa á gúmmíbeltum, 1975 kg

Stórt og rúmgott hús með öflugri miðstöð, útvarpi og fjaðrandi / stillanlegu sæti.

Led vinnuljós í bómu,  2 stk framan og 1 stk aftan á

húsi + snúningsljós

3 Vinnuspeglar.

Breikkanlegur undirvagn og tönn, 980-1320 mm.

Yanmar díeselvél, 3TNV70-VBVA2, 13,5 hestöfl.

Tork 51,4N.m/1500 sn/min.

Rafkerfi 12 v.

SMTI powertilt (tiltar 180°) með S30 handvirku hraðtengi undir.

3 stk. SMTI skóflu 250 mm 40 ltr kapla / 500 mm 70 ltr, moksturs / 1000 mm snyrti.

Við óskum Vel gert verktökum innilega til hamingju með nýjustu vinnuvélina. Það var eigandinn Jón Magnússon sem tók við gröfunni og má sjá hann á myndinni sem fylgir hér að neðan.

Kranaþjónusta Rúnars Braga fær afhent nýjar vinnuvélar.

Nú á dögunum fékk Kranaþjónusta Rúnars Braga afhenta tvo glænýja gullfallega vinnuþjarka.

Annars vegar Yanmar Vio57-6A beltagröfu og hinsvegar Yanmar C30 beltavagn.

Bæði vagninn og grafan fóru beinustu leið í göngustígaverkefni í Úlfarsfelli.

Við óskum Kranaþjónustu Rúnars Braga innilega til hamingju með nýju vélarnar og hlökkum til að geta gengið á nýju göngustígunum hjá Úlfarsfelli.

Á myndunum má sjá Rúnar Braga sjálfan með nýjustu viðbótina og vélarnar að störfum.

D.Ing-Verk fá afhenta nýja gröfu

Nú á dögunum fengu D.Ing-Verk afhenta þessa frábæru Yanmar B75W hjólagröfu.

Eigandinn Halldór Ingólfsson tók við gröfunni og eins og sjá má á myndunum er hann hæst ánægður með hana :)

Við óskum D.Ing-Verk innilega til hamingju með nýju gröfuna.

Bauma 2019

Bauma 2019 er langstærsta vinnuvélasýning í heimi sem haldin er í Munich, Þýskalandi. Sýningin er haldin á 3 ára fresti og þetta árið er hún haldin dagana 8. - 14. apríl.


Við hjá Merkúr verðum á staðnum alla dagana 8. - 14. apríl. Endilega bjallið í okkur ef vakna einhverjar spurningar. Hægt verður að ná í eftirfarandi starfsmann okkar á þeim tíma sem Bauma er:

2019-04-02 10_23_07-Document1 - Word.png

Fyrir nánari upplýsingar um hvar básarnir með vinnuvélum frá okkur eru staðsettir, má endilega senda okkur fyrirspurn í skilaboðum eða á merkur@merkur.is.

Sjá opnunartíma Bauma:

Opnunartímar Bauma:
Mán-föst: 09:30 - 18:30
Laugard: 08:30 - 18:30
Sunnud 09:30 - 16:30

Steypustöðin fær afhenta nýja steypubíla.

20190305_133251_resized_1.jpg

Í síðustu viku tóku Kai og Siddi við nýjustu viðbótunum í vinnuvélaflotann hjá Steypustöðinni. Tveir stórglæsilegir Benz steypubílar með Liebherr steyputunnum. Bílarnir voru samstarfsverkefni milli Öskju og Merkúr, bílarnir eru frá Öskju meðan Leibherr steyputunnurnar koma frá okkur.

Frá vinstri til hægri á myndum, Kai frá Steypustöðinni, Steini Tótu, Siddi frá Steypustöðinni og Eiríkur sölumaður atvinnubíla hjá Öskju.

Gleðilega Hátíð

46704816_2059682344053455_4052813243100430336_o.jpg

Elsku vinir.

Eins og síðastliðin ár höfum við sleppt því að senda jólakort og látum peninginn renna í staðinn til góðgerðamála.

Við óskum ykkur gleðilegra Jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem senn líður að lokum.

Með von um að þið eigið yndisleg jól í faðmi ástvina.

Ath. Lokað verður hjá Hýsi-Merkúr frá mánudegi 24.des til miðvikudags 2.janúar.