Kranaþjónusta Rúnars Braga fær afhent nýjar vinnuvélar.

Nú á dögunum fékk Kranaþjónusta Rúnars Braga afhenta tvo glænýja gullfallega vinnuþjarka.

Annars vegar Yanmar Vio57-6A beltagröfu og hinsvegar Yanmar C30 beltavagn.

Bæði vagninn og grafan fóru beinustu leið í göngustígaverkefni í Úlfarsfelli.

Við óskum Kranaþjónustu Rúnars Braga innilega til hamingju með nýju vélarnar og hlökkum til að geta gengið á nýju göngustígunum hjá Úlfarsfelli.

Á myndunum má sjá Rúnar Braga sjálfan með nýjustu viðbótina og vélarnar að störfum.