Vel gert verktakar ehf fá afhenta nýja smágröfu

 Í síðustu viku fékk Vel gert verktakar ehf afhenta splunkunýja Yanmar SV 18 smágröfu.

Máltakið margur er knár þótt hann sé smár á svo sannarlega við þessa eins og sést þegar skoðaðar eru ítarlegri upplýsingar um gröfuna hér að neðan.


Yanmar SV18 smágrafa

 

Yanmar SV18 beltagrafa á gúmmíbeltum, 1975 kg

Stórt og rúmgott hús með öflugri miðstöð, útvarpi og fjaðrandi / stillanlegu sæti.

Led vinnuljós í bómu,  2 stk framan og 1 stk aftan á

húsi + snúningsljós

3 Vinnuspeglar.

Breikkanlegur undirvagn og tönn, 980-1320 mm.

Yanmar díeselvél, 3TNV70-VBVA2, 13,5 hestöfl.

Tork 51,4N.m/1500 sn/min.

Rafkerfi 12 v.

SMTI powertilt (tiltar 180°) með S30 handvirku hraðtengi undir.

3 stk. SMTI skóflu 250 mm 40 ltr kapla / 500 mm 70 ltr, moksturs / 1000 mm snyrti.

Við óskum Vel gert verktökum innilega til hamingju með nýjustu vinnuvélina. Það var eigandinn Jón Magnússon sem tók við gröfunni og má sjá hann á myndinni sem fylgir hér að neðan.