cropped-merkur-logo.png
DSC04582.jpg
Merkúr Svavar 2 (1 of 1).jpg

Um fyrirtækið

Hýsi-Merkúr hf var stofnað 2006 en breytingar urðu í hluthafahópnum árið 2012. Fyrirtækið er 40% í eigu hjónanna Þrastar Lýðssonar og Klöru Sigurðardóttur, en 60% heyra til þýska fyrirtækisins Rüko Baumaschinen GmbH. Rüko er að hluta til í eigu Elínar Eggertsdóttur verkfræðings.

Fyrirtækið skiptist í tvær deildir; Merkúr og Hýsi:

Merkúr býður upp á úrval af notuðum vinnuvélum, jafnt til sölu og leigu.

Véla- og tækjadeildin Merkúr er umboðs- og þjónustuaðili Liebherr krana og vinnuvéla á Íslandi. Jafnframt selur deildin og þjónustar Putzmeister múr- og steypudælur, Himoinsa rafstöðvar, Weber þjöppunarbúnað Umboðin sem við erum einnig með eru Tsurumi (dælur), Kaeser (loftpressur), FG Wilson (rafstöðvar), Yanmar (smágröfur), Mase (rafstöðvar), Vermeer (jarðverksborar), Plumett (þræðingartækni), Kuli (brúkranar). Að auki erum við með ýmis tæki og tól sem notast við jarðvinnuvélar sem dæmi má nefna Allu flokkunarskóflur og fleira.

Byggingavörudeildin Hýsi sérhæfir sig í húsum úr límtré, stáli og CLT.

Boðið er upp á fullkláraðar forsmíðaðar byggingar sem og tilsniðna einstaka hluti eins og stálvirki, límtré, klæðningar, glugga og bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Þar að auki flytur Hýsi inn girðingar og gabion og síðast en ekki síst, bogahús (bragga). Nánari upplýsingar um byggingavörudeildina má sjá á heimasíðu Hýsi.

Félagið Hýsi-Merkúr hf byggir á mikilli reynslu. Flestir starfsmenn þess hafa árum saman starfað við innflutning, sölu og ráðgjöf á þessum krefjandi en jafnframt mjög svo spennandi markaði.

Lögð er áhersla á gagnkvæmt traust og virðingu og að þjóna viðskiptavinum í hvívetna.