kisspng-liebherr-group-caterpillar-inc-heavy-machinery-lo-parts-5b1050441374b2.8601620215277957800797.png

Liebherr-samsteypan er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í Þýskalandi árið 1949 af Hans Liebherr. Í upphafi sérhæfði fyrirtækið sig í framleiðslu á byggingarkrönum en í dag er Liebherr orðinn einn stærsti og virtasti vinnuvélaframleiðandi heimsins og leiðandi framleiðandi í bílkrönum, hafnarkrönum o.fl. Nú tilheyra u.þ.b. 130 félög Liebherr-samsteypunni og eru starfsmenn þeirra tæplega 40.000 talsins.

Hýsi-Merkúr hf er umboðs- og þjónustuaðili Liebherr á Íslandi fyrir:

Byggingarkrana, bílkrana, beltakrana, hjóla- og beltagröfur, hjóla- og beltaskóflur, ýtur, skotbómulyftara, búkollur, steypudælubíla, færanlegar og fastar steypustöðvar og hafnarkrana.